sunnudagur, 15. september 2013

Vestfjarðarævintýrið

Ef það er ekki tilvalið að henda í eitt blogg um sumarið á þessum kalda haustdegi. Vestfjarðaferðalagið okkar Áslaugar var hápunktur sumarsins, þangað höfðum við aldrei farið og það var sannkallað ævintýri að upplifa vestfirðina í þeirri veðurblíðu sem við fengum. 
Við fórum í lok júlí af stað og enduðum svo á Ísafirði þar sem hátíðin Mýrarbolti stóð en við stöldruðum ekki lengi við þar vegna þess við vorum hreinlega uppgefnar og spáin var ekki sú besta svo okkur fannst bara fínt að enda ferðalagið á góðum hamborgara á Ísafirði og rúlla svo heim. 
Við keyrðum fyrst að Staðarskála því við vildum byrja neðst og vinna okkur upp í gegnum firðina og enda á Ísafirði og þar sem við höfðum splæst í útilegukortið þá ákváðum við að þræða tjaldsvæðin sem voru á því korti og það var hreint út sagt frábært. Mjög góð aðstaða á öllum tjaldsvæðunum sem við gistum á. 
Fyrstu nóttina gistum við á Laugum en rifum okkur snemma upp morguninn eftir því við áttum stóran dag fram undan svo ekki var stoppað þar lengi þrátt fyrir virkilega fallegt svæði. Því næst fórum við í Vatnsfjörðinn og gistum þar í Flókalundi og Áslaug prófaði að veiða örlítið þar, einnig fórum við í yndislega náttúrulaug með virkilega fallegu útsýni. Við vorum agndofa yfir fallega útsýninu yfir Vatnsfjörðinn sem var við tjaldsvæðið. Þar gistum við þó bara í eina nótt og héldum áfram ferðalaginu yfir firðina, upp og niður heiðar og bratta vegi. Sem betur fer er hún Áslaug hörku bílstjóri því ekki var ég á því að þora að sitja undir stýri á vissum svæðum og þetta rúntuðum við allt á Yaris!
Þriðja daginn fórum við á Rauðasand og Látrabjarg sem var einstök upplifun og gistum seinustu tvær næturnar á frábæru tjaldsvæði á Tálknafirði. Á leiðinni til Ísafjarðar stoppuðum við og virtum fyrir okkur hinn fallega Dynjanda. 
Ég leyfi myndunum að tala sínu máli. 



Fallegur staður sem við stoppuðum til að fá okkur nesti.

Áslaug í náttúrulauginni í Vatnsfirði

Útsýnið í Vatnsfirði

Tjaldsvæðið Flókalundur




Ansi krappar beygjur niður á Rauðasand

Heppnar þessar kindur.

Kirkjan á Rauðasandi.












Sælar í blíðunni.










Látrabjarg.



Aðeins að prófa vindsængina á vatni.


Svo varð ég bara rennandi blaut.

Áslaug prófaði að veiða.



Horft út Tálknafjörðinn.

Fallegt útsýni á leiðinni til Ísafjarðar.

Dynjandi í öllu sínu veldi.



Áslaug túristi.

Á leiðinni heim skall á óveður og hér er mynd af eyðibýli í Bitrufirði.


Bestu kveðjur. 
T


Engin ummæli:

Skrifa ummæli