laugardagur, 7. september 2013

Litríkur Laugardagur - Bleikur

Á laugardögum mun ég koma með blogg með litavali dagsins með hugmyndum fyrir heimilið. Í dag hef ég valið litinn hot pink sem sjaldan sést í stórum mæli á heimilum nema þá í barnaherbergjum en að mínu mati á hann ekki einungis heima þar. Mér persónulega finnst gaman að velja einn til tvo liti eða litabrigði til þess að poppa aðeins upp einfaldleikann. Bleikur er ekki bara barna eða stelpu litur lengur, hægt er að nota hann bæði á róandi hátt og einnig til þess að fríska upp á. 

Ég byrjaði að safna leirtauinu frá Pip Studio, sem þið getið séð á myndinni fyrir neðan, en hef einungis náð að safna fjórum yndislegum könnum sem ég hreinlega elska að drekka úr, þegar ég flyt heim aftur mun ég svo sannarlega vera dugleg að versla mér eitt og eitt stykki í safnið. 

Ég hef alltaf verið hrifin af hönnuninni eftir Arne Jacobsen og þegar ég sá þennan fagur bleika Egg stól var ég alveg dolfallin, ég get rétt ímyndað mér hversu fallegur hann myndi vera í framtíðar íbúðinni. 

 Annað á óskalistanum sem þarf vart að nefna býst ég við er Kitchen Aid hrærivélin. Hún gerir allt, bókstaflega allt. Þó ég persónulega myndi sennilega ekki velja mér þennan lit þá tel ég að hún sé falleg í hvaða lit sem er og myndi alltaf vera vera miðpunktur athyglinnar í eldhúsinu, svona ef ég tæki upp á því að fara að baka eitthvað af viti... sem gerist kannski einn daginn. 



1. Flamingo púði frá Argos.  2.Venus ljós getur  þú fengið hér.  3. Bollastell og fleira frá Pip Studio.    4.Fallegt kerti frá Broste í Kaupmannahöfn sem þú getur einnig fengið í Blómabúðinni Akur á Akureyri.  5.Motta frá Dash and Albert.   6. Egg stóllinn. 7. Kitchen Aid hrærivélina geturðu fengið hér. 8. Pushka Knobs hurða- húna færðu hér.




Sumir eru hrifnari af bleiku en aðrir og ákvað þessi djarfa kona að gera upp eldhúsið sitt á þennan hátt, ég er ekki viss um að það sé fyrir alla en mér finnst það mega krúttað þó Hello Kitty fari aðeins yfir línuna hjá mér. Á síðunni hennar getið þið séð fleiri myndir og lesið um ferlið. 



Góða helgi.
T

Engin ummæli:

Skrifa ummæli