laugardagur, 14. september 2013

Litríkur laugardagur - Gulur

Þessi vika hefur liðið eins og tveir dagar, ég trúi hreinlega ekki hvað tíminn líður hratt, áður en ég veit af erum við Áslaug farnar til Barcelona aftur! Ég ætla nú að reyna að vera aðeins duglegri við að koma með blogg, en ekki bara á laugardögum.

Þegar ég var að ákveða hvaða lit ég vildi blogga um í dag sat ég ný vöknuð með kaffibollann og hafði farið öfugu megin fram úr... Ég horfði út um gluggann og hugsaði hversu hratt þetta sumar leið og nú væri komið haust með tilheyrandi litabreytingum. En eitt á þó sumarið og haustið sameiginlegt er að guli liturinn virðist vera mjög ríkjandi, sólin skín á sumrin og gul blóm spretta út um allt, á haustin verða laufblöðin á öspinni fallega gul og grasið verður einnig gulleitt. Haustið er einn fallegasti árstíminn að mínu mati og í tilefni þess þá ákvað ég að hafa lit dagsins gulan og vonandi heldur sólin áfram að skína í dag á gulu laufblöðin, svona áður en við fáum brjálaða haust veðrið hér fyrir norðan. 

Hérna eru nokkrar hugmyndir með gulri hönnun. Sólguli liturinn er allstaðar í kringum okkur svo afhverju ekki að koma þessum glaðlega lit inn til okkar líka. Guli liturinn hefur meiri áhrif á okkur en okkur grunar, hann gerir okkur glaðari og ánægðari svo ekki skemmir það fyrir (sérstaklega ekki ef við förum öfug fram úr eins og ég í morgun). 
Hlýir litir gera kósí stemningu og hafa heilmikil áhrif á andrúmsloftið, lyftir upp og birtir. Ef þið eruð að pæla í að gera íbúðina eða herbergi aðeins bjartara og þægilegra er gulur fullkominn litur til þess! 

Ég mæli samt með því að fara varlega með gula litinn og ekki fylla rýmið af gulum tónum, það gæti gert mann geggjaðann með tímanum!


1. Myndarammi er einföld og góð aðferð til þess að bæta við lit, hægt að kaupa ódýran myndaramma þess vegna í Rúmfatalagernum og spreyja hann gulann. 2. Lampi gefur bæði frá sér birtu svo ekki væri verra að hafa hann gulan líka, þessi lampi er héðan.  3. Skrautpúðar frá Debenhams. 4. Vegghillur eru frábærar á til dæmis gráum vegg. 5. Kitchen Aid vörurnar eru fallegar í öllum litum. 6. Þetta litla fallega náttborð er úr Stockholm línunni úr Ikea. 7. Rúmfötin eru líka frá Ikea. 8. Þessir fallegu barstólar frá Neiman Marcus.


Hér eru svo nokkrar hugmyndir fyrir heimilið. Grátt, svart, hvítt og viður passar einstaklega vel við gula litinn og tónar hann aðeins niður. 



Eigið frábæra helgi. 

T

Engin ummæli:

Skrifa ummæli